Forsíða
Hver er ég ?
Ég er fædd í Tallinn, höfuðborg Eistlands. Móðurmálið mitt er eistneska sem er náskyld finnsku. Áhugi á tungumálum hefur fylgt mér svo lengi sem ég man. Eftir stúdentsprófið hóf ég nám í germönskum málum og kennslufræðum í Háskólanum í Tartu. 1993 fékk ég styrk til að læra íslensku í Háskóla Íslands. Þegar ég heyrði fyrst íslensku talaða var þetta eins og hugljómun: Ég hafði fundið tungumál sem ég ætlaði að gera að mínu öðru. Síðan þá hef ég búið á Íslandi á veturna en í Eistlandi á sumrin.
Hvað geri ég?
Ég er á lokaspretti í MA námi í þýðingarfræðum og hálfnuð í MA námi í íslensku í Háskóla Íslands. Ég kenni erlendum nemum íslensku í einkatímum og á námskeiðum. Ég hef helgað mig bókmenntaþýðingum, síðan 2005 er ég félagi í Rithöfundasambandi Íslands. Ég fæst líka við aðrar þýðingar og túlkun (eistneska-íslenska/íslenska/eistneska). Ég vinn við menningartengd verkefni fyrir Eistland-Ísland.